Hoppa yfir valmynd
6. júní 2014 Innviðaráðuneytið

Stofnfundur nefndar CEN um rafrænan reikning

 

CEN, Staðlasamtök Evrópu hafa sett á fót verkefnisnefnd (Project Committee) sem hefur það hlutverk að búa til einn Evrópustaðal um rafrænan reikning. Staðlaráð Hollands og Ítalíu höfðu forgöngu um stofnun nefndarinnar í framhaldi af tilskipun 2014/55/EU. Tillaga um stofnun nefndarinnar var samþykkt 6. maí síðastliðinn. Nokkrar þjóðir hafa staðfest þátttöku í nefndinni, flest Norðurlanda þar á meðal.

Verkefnisnefnd þessi nefnist CEN/PC/434 og stofnfundur hennar hefur verið boðaður 9. september 2014 hjá evrópsku staðlasamtökunum CEN-CENELEC í Brussel. Meðlimir CEN og áheyrnarfulltrúar þurfa að skrá sig fyrir 15 ágúst 2014.

Sjá nánar á fréttavef CEN

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta