Hoppa yfir valmynd
29. ágúst 2014 Innviðaráðuneytið

CEN/BII: Samræming orðaforða og kótalista

 

CEN/BII (Business Interoperability Interfaces), eða "samstarfsskil viðskipta" er vinnustofa undir hatti Staðlasamtaka Evrópu. Markmið vinnuhópsins er að liðka fyrir rafrænum viðskiptum í Evrópu.

Gerður er greinarmunur á "pre-award" og "post-award" ferlum, þ.e. fyrir og eftir undirritun samnings. Ferlar fyrir samningsgerð eiga við um útboð, tilboð og tilkynningar, en ferlar eftir samningsgerð snúa að rafrænum innkaupum þ.e. vörulistum, pöntunum, reikningum, greiðslum og skyldum ferlum.

Afurðir vinnunefndarinnar kallast CWA (CEN Workshop Agreement) sem er útgáfa á rafrænum skjölum, viðskiptaferlum, leiðbeiningum og verkfærum fyrir rafræn innkaup.

CEN/BII vinnuhópurinn hefur leitast við að samræma orðaforða rafrænna viðskipta og kótalista (code lists) á t.d. greiðslumátum, gjaldmiðlum og reikningstegundum, svo að fáein dæmi séu nefnd.

Þessi vinna er komin það langt að tímabært þykir að senda gögnin til umsagnar. Nú gefst því tækifæri til að líta yfir gögnin og koma með athugasemdir og tillögur. Umsagnarfrestur er til 7. september.

Þeim sem vilja taka þátt í þessari skoðun er velkomið að snúa sér til ICEPRO sem á aðild að CEN/BII vinnustofunni. Sjá nánar um vinnubrögð CEN/BII:

http://www.cenbii.eu/the-bii-approach-to-interoperability/

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta