Dagskrá aðalfundar ICEPRO 2015
Aðalfundur ICEPRO 2015 verður haldinn á
Snæfelli, Hótel Sögu,
þriðjudaginn 24. febrúar og hefst kl. 12:00.
Dagskrá:
Afhending fundargagna - hádegisverður
Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra flytur ávarp og afhendir EDI-bikarinn því fyrirtæki, stofnun eða lausn sem skarað hefur fram úr á sviði rafrænna samskipta, á nýliðnu starfsári. Þetta er 19. árið sem verðlaunin eru veitt.
Bergljót Kristinsdóttir, deildarstjóri upplýsingatæknideildar Veritas, fjallar um efnið "Eru rafrænir reikningar arftaki EDI samskipta?"
Vilma Svövudóttir, starfsmaður upplýsingatæknideildar Ölgerðarinnar fjallar um efnið "Framtíðin með rafrænum reikningum hjá Ölgerðinni".
Hefðbundin aðalfundarstörf skv. 9. gr. samþykkta ICEPRO
1. Skýrsla framkvæmdastjórnar fyrir liðið starfsár
2. Endurskoðaður ársreikningur liðins árs
3. Breytingar á starfsreglum
4. Ákvörðun árgjalds
5. Fjárhags- og framkvæmdaáætlun yfirstandandi starfsárs
6. Kosning formanns
7. Kosning meðstjórnenda
8. Kosning varamanns í stjórn
9. Önnur mál
Á dagskrá fundarins eru tillögur um breytingar á starfsreglum félagsins. Kynnt verður tillaga um breytingu á aðildargjöldum sem fellst í því að flokkum aðildarfélaga fjölgar um einn, en með því verða til flokkar stærri og minni fyrirtækja. Jafnframt verður lagt til að aðildargjöld verði hækkuð, til þess að styrkja rekstrargrunn félagsins. Einnig er lagt til að skoðunarmenn taki við hlutverki löggilts endurskoðanda.
Æskilegt er að skrá þátttöku fyrirfram með tölvupósti til [email protected] eða í síma 510-7102. Tekið er á móti nýskráningum félaga á sama hátt, eða á fundarstað.