Hoppa yfir valmynd
16. mars 2015 Innviðaráðuneytið

Sænski byggingariðnaðurinn í PEPPOL

Á samstarfsfundi Norðurlanda (NES) um daginn sagði fulltrúi Svía frá frumverkefni (pilot) sænska byggingariðnaðarins um innleiðingu PEPPOL. Í nýliðnum febrúarmánuði var tekin ákvörðun um að setja upp fastan PEPPOL aðgangspunkt handa fyrirtækjum í sænska byggingargeiranum. Samtök sænska byggingariðnaðarins nefnast "BEAst", sem er skammstöfun á: "Byggbranschens Elektroniska Affärsstandard".

PEPPOL er samevrópskt viðskiptanet, sem teygir anga sína æ víðar um Evrópu. Stofnanir og samtök í um helmingi þjóðlanda Evrópu eru nú tengd, þar á meðal Noregs, Svíþjóðar, Danmerkur, Íslands, Bretlands, Hollands, Ítalíu, Írlands og Austurríkis, svo að nokkur séu nefnd. Íslenskir skeytamiðlarar tengjast nú PEPPOL netinu og geta miðlað reikningum og pöntunum og raunar hvers kyns rafrænum verslunarskeytum viðskiptavina sinna.

Sjá nánar frétt um sænska byggingariðnaðinn: http://beast.se/projekt/peppol/

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta