Þarf að samræma rafræna reikninga hjá þér?
Nú á tímum alþjóðaviðskipta hafa Íslendingar stigið skref í rafrænum viðskiptum, sem færir þá nær nágrannalöndunum. Tæknin við rafræna XML reikninga fylgir reglum hins alþjóðlega Internets og byggir á stöðlum (tækniforskriftum) sem unnir voru í samstarfi við Norðurlöndin.
Í janúar 2015 snarjókst fjöldi fyrirtækja, sem nýtir hina nýju tækni, enda eftir miklu að slægjast í aukinni hagræðingu. En hagræðingin skilar sér ekki fyrr en allir beita tækninni á sama hátt, þ.e. nota sama snið og sömu kóta í rafrænum skeytum. Þessa dagana er unnið að fullri samræmingu, en betur má ef duga skal.
Vinnuhópur um samræmingu hóf störf í nóvember í fyrra og hefur haldið um sjö fundi hjá ICEPRO síðan þá. Talsverður árangur hefur náðst, en við óskum eftir fleirum til leiks. Hefur þitt fyrirtæki innleitt rafræna XML reikninga? Komast skeytin klakklaust til skila, eða þarf mannshöndin að grípa inn í og leiðrétta? Eru einhverjar tafir í innleiðingu nýju tækninnar?
Ef svarið við þessum spurningum er "já", þá viljum við gjarnan heyra frá þér. Okkur vantar aukinn fjölda fyrirtækja til að ná samræmingu við, fleiri athugasemdir að vinna úr og getum bætt við í vinnuhópinn, sem áhugi fyrir því.
Við vinnum að samræmingu tækniforskriftanna TS-136, 137 og 138, og höfum EDI samskiptin til hliðsjónar. Sjá: http://www.ut.is/rafraen-vidskipti/grunngerd/taekniforskriftir/
Með innleiðingu rafrænna reikninga minnkar pappírsnotkun, póstburðargjald fellur niður og við meðhöndlun reikninga fer skemmri tími í samþykkt, bókun og greiðslu reikninga. Það er til mikils að vinna. Vinsamlega hafið samband við undirritaðan.
Með kveðju,
Örn S. Kaldalóns
Framkvæmdastjóri ICEPRO
Netfang: [email protected]
Veffang: www.icepro.is
Símar: 510-7102 og 893-7102