Hoppa yfir valmynd
12. maí 2015 Innviðaráðuneytið

Tvö námskeið fyrir vefstjóra opinberra vefja 1. júní nk.

Gerum betur

Þann 1. júní nk. verða haldin tvö námskeið fyrir vefstjóra og aðra sem sjá um vefi opinberra stofnana og sveitarfélaga. Námskeiðin eru á vegum innanríkisráðuneytisins í samstarfi við Opna háskólann í HR. 

Skráning á námskeið - veldu eitt af þessum þremur skráningarformum: 

Á haustmánuðum verður á ný gerð könnun á stöðu opinberra vefja og því kjörið að rifja upp þá þætti er þar skipta mestu máli og fara yfir öryggi vefja sem nú verður kannað í fyrsta sinn. Til grundvallar á námskeiðunum er Vefhandbókin.

Hvernig bæta má vef stofnunar/sveitarfélags
1. júní 2015, kl. 8:30-12:15

Markmið námskeiðsins

Að gefa vefstjórum og þeim sem hafa umsjón með vefjum stofnana ríkisins og sveitarfélaga tækifæri til að skoða stöðu þeirra vefja sem þeir sjá um og fá hugmyndir og hagnýt ráð um leiðir til að bæta þá.

Lýsing

Á námskeiðinu er farið yfir stöðu opinberra vefja og kennt hvernig gera má enn betur með einföldum aðgerðum. Horft er til innihalds, nytsemi, aðgengis og þjónustu. Kastljósinu verður einnig beint að lýðræðisvirkni, opnum gögnum og rafrænni málsmeðferð.

Leiðbeinendur

  • Björn Sigurðsson, vefstjóri hjá forsætisráðuneytinu,
  • Halla Björg Baldursdóttir, sviðsstjóri rafrænnar stjórnsýslu hjá Þjóðskrá Íslands og
  • Jóhanna Símonardóttir, Sjá ehf.

Hvernig bæta má öryggi á vef stofnunar/sveitarfélags
1. júní frá kl. 13:00-16:00

Markmið námskeiðsins

Að vefstjórar þekki til helstu veföryggisógna og geti metið hvað hægt sé að gera til að auka almennt öryggi vefja.

Lýsing

Á námskeiðinu er farið yfir helstu ógnir sem steðja að öryggi vefja. Bæði verður farið yfir algengar tegundir netárása eða glæpa og áhættuþætti sem snúa að rekstri vefja. Sérstök áhersla verður lögð á að kynna þær kröfur sem vefstjórar geta gert til þjónustuaðila, svo sem varðandi hýsingu og hugbúnað. 

Farið verður yfir sjálfsmat tengt öryggi vefja auk þess sem kynnt verður stefna stjórnvalda um net- og upplýsingaöryggi 2015-2026. 

Leiðbeinendur

  • Svavar Ingi Hermannsson, upplýsingaöryggissérfræðingur og
  • Helgi Hrafn Gunnarsson, alþingismaður.

Staðsetning beggja námskeiða

Háskólinn í Reykjavík, Menntavegi 1, 101 Reykjavík. Æskilegt er að þátttakendur taki með sér fartölvu.

Þátttökugjald

Þátttökugjald fyrir bæði námskeiðin er 7.000 kr. Innifalið í gjaldinu er kaffi, meðlæti og léttur hádegisverður. Þátttökugjald fyrir aðeins eitt námskeið er 4.000 kr. Innifalið er kaffi og meðlæti. 

Nánari upplýsingar veita:

Guðmunda Smáradóttir, [email protected] og Björn Sigurðsson, [email protected] 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta