Samráð um staðla fyrir skynvædd samgöngukerfi
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins stendur nú fyrir opnu samráði um staðla fyrir samvinnu skynvæddra samgöngukerfa eða public consultation on specifications for Cooperative Intelligent Transport Systems. Samráðið stendur til 5. janúar 2018.
Samvinna skynvæddra samgöngukerfa munu gera þeim sem nota vegi og stjórna umferð um þá kleift að deila og nota upplýsingar og samræma vinnubrögð. Eiginleiki kerfanna til samstarfs sem samtenging tækja og kerfa í gegnum internetið gefur kost á er talin munu auka öryggi á vegum mikið auk þess sem umferð verður greiðari og akstur þægilegri með því að hjálpa ökumanni til að taka réttar ákvarðanir og laga sig að aðstæðum um umferðinni.
Í áætlun Evrópusambandsins frá 2016 um samvinnu skynvæddra samgöngukerfa er lögð áhersla á þörfina á að breyta og bæta tilskipun 2010/40 sem nefnd hefur verið the ITS Directive.
- Nánari upplýsingar má finna á vefsíðu samráðsins