Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar hjá sýslumönnum
Athygli kjósenda er jafnframt vakin á því að heimilt er að greiða atkvæði utan kjörfundar hjá sýslumanni eða útibúi hans hvar á landinu sem er án tillits til búsetu eða lögheimilis.
Ósk um atkvæðagreiðslu í heimahúsi vegna sjúkdóms, fötlunar eða barnsburðar, þarf að hafa borist hlutaðeigandi embætti sýslumanns eigi síðar en kl. 16:00 þriðjudaginn 16. október 2012.
Kosið verður á sjúkrahúsum, dvalarheimilum aldraða, fangelsum og öðrum slíkum stofnunum samkvæmt nánari ákvörðun sýslumanns á hverjum stað í samráði við viðkomandi forstöðumenn.
- Upplýsingar á vef sýslumanna um afgreiðslutíma hjá sýslumönnum vegna atkvæðagreiðslu utan kjörfundar
- Almennar upplýsingar um atkvæðagreiðslu utan kjörfundar