Hoppa yfir valmynd
5. október 2012 Dómsmálaráðuneytið

Mörk kjördæmanna í Reykjavík þau sömu og við síðustu alþingiskosningar

Við fyrirhugaða þjóðaratkvæðagreiðslu laugardaginn 20. október 2102 um tillögur stjórnlagaráðs til breytinga á stjórnarskrá lýðveldisins Íslands, nr. 33/1944 og tiltekin álitaefni þeim tengd, eiga mörk kjördæma að vera þau sömu og við síðustu alþingiskosningar, sbr. 2. mgr. 2. gr. laga um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslna, nr. 91/2010. Landskjörstjórn hefur ákveðið að auglýsing nr. 346/2009, sem fjallar um mörk kjördæmanna tveggja í Reykjavík við alþingiskosningarnar 25. apríl 2009, skuli fylgt við kjörið.

Gildir það einnig um fyrirmæli hennar um hvar mörkin skuli vera í hverjum mánuði, sbr. 2. mgr. 23. gr. laga um kosningar til Alþingis, nr. 24/2000, en þau ráða því hvar þeir, sem taka ber á kjörskrá í Reykjavík en búa erlendis eða eru skráðir óstaðsettir í hús í Reykjavík, greiða atkvæði. Samkvæmt því greiða þeir sem tilheyra þessum hópum og eru fæddir 1. til 15. hvers mánaðar atkvæði í Reykjavíkurkjördæmi suður en þeir sem eru fæddir 16. dag mánaðar eða síðar í Reykjavíkurkjördæmi norður.

Auglýsing nr. 346/2009



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta