Hoppa yfir valmynd
5. apríl 2019 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Bankastjóri Þróunarbanka Evrópuráðsins í heimsókn á Íslandi

Rolf Wenzel, Bankastjóri Þróunarbanka Evrópuráðsins og Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra - mynd

Bankastjóri Þróunarbanka Evrópuráðsins (CEB) Rolf Wenzel, var í heimsókn á Íslandi í vikunni og hitti hann fulltrúa hinna ýmsu opinberra aðila á meðal dvöl hans stóð. Rolf hitti fjármálaráðherra í gær og ræddu þeir um stöðu og horfur á Íslandi og mögulega samstarfsfleti hvað varðar fjármögnun verkefna í framtíðinni.

Ísland var meðal átta landa innan Evrópuráðsins sem voru stofnaðilar að bankanum árið 1956, en aðilar eru nú 40 talsins.  Starfsemi bankans byggir á félagslegum markmiðum sem upphaflega beindust að því að fjármagna félagslegt íbúðarhúsnæði og annað sem tengdist aðstoð við flóttafólk og heimilislaust fólk í Evrópu eftir síðari heimsstyrjöld. Lántakendur bankans geta verið ríki, sveitarfélög eða opinber fyrirtæki og býður bankinn fjármögnun til verkefna á sviði menntunar, bættra lífsskilyrða, samgangna  og umhverfisverndar. CEB hefur átt í ágætu samstarfi við Ísland í gegnum tíðina, nú síðast með lánveitingu til Lánasjóðs sveitarfélaga á árinu 2017, sem gerði lánasjóðnum kleift að fjármagna ýmis verkefni sveitarfélaga.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta