EFTA ráðherrar á fundi með viðskiptaráðherra Indlands
Viðskipta- og efnahagssamvinna var til umræðu á fundi EFTA-ráðherra með Piyush Goyal viðskipta- og iðnaðarráðherra Indlands 26. Apríl 2023. Einkanlega var fríverslun til umræðu, en EFTA – Indland hafa átt í fríverslunarviðræðum um langa hríð. AF hálfu Íslands tók Martin Eyjólfsson ráðuneytisstjóri þátt í fundinum, en aðrir voru Jan Christian Vestre viðskipta- og iðnaðarráðherra Noregs, Helene Budliger Artieda ráðuneytisstjóri í efnahagsráðuneyti Sviss og Kurt Jäger fastafulltrúi Liechtenstein gagnvart EFTA, WTO og alþjóðastofnunum í Genf, auk aðalframkvæmdastjóra EFTA, Henri Gétaz. Greint er frá fundinum á heimasíðu EFTA.