Málþing Menntavísindasviðs Háskóla Íslands um rannsóknir, nýbreytni og þróun í skólastarfi
Málþing Menntavísindasviðs Háskóla Íslands verður haldið dagana 23. - 24. október. Málþingið ber yfirskriftina: Listin að læra
Málþing Menntavísindasviðs Háskóla Íslands um rannsóknir, nýbreytni og þróun í skólastarfi verður haldið dagana 23. – 24. október næstkomandi. Eins og fram kemur í dagskrá þingsins ber málþingið að þessu sinni yfirskriftina:
Listin að læra
Að þessu sinni er hvers kyns sköpun, í bæði námi og kennslu, gert hátt undir höfði og að vanda verður boðið upp á fjöldann allan af áhugaverðum fyrirlestrum er tengjast rannsóknum, nýbreytni og þróun á sviði uppeldis, menntunar og þjálfunar. Eins og undanfarin ár er málþingið haldið í samráði og samvinnu við menntamálaráðuneyti, Heimili og skóla, Þroskaþjálfafélag Íslands, Mennta- og leikskólasvið Reykjavíkurborgar, Kennarasamband Íslands, Grunn – samtök forstöðumanna skólaskrifstofa og Félag framhaldsskóla.
- Skráning á málþingið og nánari upplýsingar má nálgast á vefsíðu Menntavísindasviðs Háskóla Íslands
- Málþingið fer fram í aðalbyggingu Menntavísindasviðs v/Stakkahlíð frá kl. 14:00 – 17:00 báða dagana
- Málþingið er öllum opið og þátttakendum að kostnaðarlausu.