Hoppa yfir valmynd
7. febrúar 2020 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Félags- og barnamálaráðherra styrkir starfsemi Virkisins á Akureyri

Á myndinni eru Kristinn J. Reimarsson sviðsstjóri samfélagssviðs Akureyrarbæjar, Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra, Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri Akureyrarbæjar, Bryndís Elfa Valdemarsdóttir starfandi deildarstjóri forvarna- og frístundadeildar og Guðrún Þórsdóttir sérfræðingur í málefnum ungs fólks. - mynd

Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, og Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrarbæjar, undirrituðu í dag samkomulag um styrk til Akureyrjarbæjar til starfsemi Virkisins. Styrkurinn hljóðar upp á þrjár milljónir króna.

Virkið er þverfaglegur samstarfsvettvangur fjórtán aðila á Akureyrar- og Eyjafjarðarsvæðinu og er meginmarkmiðið að grípa ungmenni sem falla milli kerfa og veita þeim heildstæðari þjónustu. Starfsemi Virkisins miðar að því að aðstoða ungmenni, á aldrinum 16-29 ára, sem þurfa á samfelldri þjónustu að halda vegna atvinnuleitar, skólagöngu, endurhæfingar eða annarrar meðferðar. Virkið býður upp á einstaklingsmiðaða ráðgjöf með það að markmiði að bæta líðan og efla virkni ungmenna í samfélaginu.

Með því að styðja við starfsemi Virkisins er stutt við snemmtæka íhlutun og forvarnarstarf á Norðurlandi og við undirritunina sagði Ásmundur Einar að það væri „mikilvægt að styðja við starfsemi af þessum toga, ekki síst utan höfuðborgarsvæðisins“ og að það væri „ánægjulegt að sjá gróskuna í úrræðum af þessum toga á Akureyri“.

Ásthildur sagði við undirritunina að það væri gríðarlega mikilvægt og ánægjulegt að finna fyrir einlægum áhuga ráðherrans á því góða starfi sem unnið er í Ungmennahúsinu á Akureyri. „Virkið er verkefni sem er algjörlega til fyrirmyndar og mikilvægt að finna því fastan farveg til lengri tíma litið. Hver einasti einstaklingur skiptir máli og það vita þeir sem starfa í Virkinu".

  • Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, og Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrarbæjar undirrita samkomulagið. - mynd

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta