Hoppa yfir valmynd
7. apríl 2020 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

100 m.kr í flýtingu lagningu dreifikerfis raforku í jörðu

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur gengið frá útfærslu 100 m.kr fjárfestingar á lagningu dreifikerfis raforku í jörðu í samræmi við sérstakt tímabundið fjárfestingarátak stjórnvalda.

Gengið hefur verið frá því gagnvart RARIK og Orkubúi Vestfjarða að fjármunirnir verði nýttir á árinu 2020 til þess að flýta mikilvægum framkvæmdum við jarðstrengjavæðingu dreifikerfis raforku.

„Með þessu 100 m.kr. framlagi úr fjárfestingarátaki stjórnvalda getum við flýtt enn frekar lagningu dreifikerfis raforku í jörðu á þessu ári, til samræmis við tillögur átakshóps stjórnvalda frá í febrúar. Þessir fjármunir munu nýtast vel strax í sumar við að hefja þær mikilvægu framkvæmdir,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. 

Ráðgert er að frekari fjármunum verði veitt í verkefnið í 5 ára fjármálaáætlun 2021-2025 eins og nánar er kveðið á um og útfært í tillögum átakshóps stjórnvalda um uppbyggingu innviða í kjölfar óveðursins í desember sem kynntar voru í lok febrúar.

Í þingsályktun um sérstakt tímabundið fjárfestingarátak, sem samþykkt var á Alþingi 30. mars sl., er 592 m.kr. varið í fjárfestingar vegna stjórnunar og samhæfingar innviða, fyrir árið 2020.

Af þessum 592 m.kr. er 100 m.kr. varið í flýtingu á lagningu dreifikerfis í jörðu. Við skiptinguna var meðal annars haft til hliðsjónar samlegðaráhrif við ljósleiðaravæðingu á viðkomandi stöðum.

Fjármununum verður skipt þannig:

  • 50 m.kr. fara í strenglagningarverkefni hjá RARIK við Laxárdal og Fellsströnd í Dalabyggð, strenglögn frá Seyðisfirði til Mjóafjarðar, strenglögn frá Vík að Kirkjubæjarklaustri og strenglögn frá Hvolsvelli að Þverá.
    Alls er um 30 km að ræða af raflínu í jörð og framkvæmdakostnaður samtals 150 m.kr. Mun framlagið dekka öll þau verkefni.
  • Hjá Orkubúi Vestfjarða mun 50 m.kr. framlag ríkisins verða nýtt í að hefja að það verkefni að koma Rauðasandslínu (frá Sauðlauksdal að Rauðasandi) í jörðu í nokkrum áföngum
    (Sauðlauksdalur - Hnjótur - Breiðavík - Örlygshöfn - Láginúpur - Breiðavík - Bjargtangar - Örlygshafnarvegur - Rauðisandur).
    Alls er þar um 70 km að ræða og heildarfjárfestingarkostnaður um 370 m.kr.

Mun framlagið nýtast fyrir fyrsta áfanga þess verkefnis.

Verkefnin eru nú á undirbúningsstigi og framkvæmdir hefjast í sumar.

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

7. Sjálfbær orka
17. Samvinna um markmiðin

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta