Annasamar vikur
Undanfarnar vikur hafa verið annasamar hjá verkefnisstjórn NPA. Fyrst og fremst hefur átt sér stað mikil umræða um hvernig best verði staðið að því að deila því fjármagni sem ríkið hefur ákveðið að færi í verkefnið með eins réttlátum hætti og mögulegt er. Ýmsar leiðir hafa verið skoðaðar en nú er væntanlega að nást lending í málið. Frekari fréttir af munu því birtast hér á vefnum undir lok vikunnar.
Leiðbeinandi reglur fyrir sveitarfélögin um NPA hafa einnig verið í umræðunni. Skiptar skoðanir hafa verið um reglurnar. Fjórðu drög að reglum verða til umfjöllunar á fundi verkefnisstjórnar NPA á morgun 22. maí. Eftir þá umfjöllun er gert ráð fyrir að reglurnar fari til umsagnar fjölmargra aðila er málið varða.