Hoppa yfir valmynd
17. ágúst 2019 Forsætisráðuneytið, Menningar- og viðskiptaráðuneytið

Stuðningur við Reykjavíkurleikana 2020

Samþykkt var á ríkisstjórnarfundi í gær að veita fjögurra milljóna kr. styrk af ráðstöfunarfé ríkisstjórnarinnar til Reykjavíkurleikanna sem haldnir verða árið 2020. Íþróttabandalag Reykjavíkur hefur ásamt sérsamböndum innan Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands og Reykjavíkurborg haldið Reykjavíkurleikana frá árinu 2008. Um er að ræða tíu daga íþróttahátíð þar sem keppt er í um 20 einstaklingsgreinum. Góð reynsla er komin á fyrirkomulag mótsins sem hefur farið stækkandi og hefur það dregið að fjölmarga öfluga erlenda keppendur. Mótið er meðal annars haldið til þess að auka samkeppnishæfni íslenskra íþróttamanna og draga úr ferðakostnaði þeirra. Margir mótshlutar Reykjavíkurleikanna hafa fengið vottun alþjóðasamtaka og geta keppendur því unnið sér inn stig á mótinu.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta