Hoppa yfir valmynd
17. apríl 2020 Dómsmálaráðuneytið

Rafræn skráning meðmælenda fyrir forsetakosningar opnuð

Rafræn skráning meðmælenda fyrir forsetakosningar opnuð - myndHaraldur Jónasson / Hari

Í ljósi þess ástands sem nú ríkir í samfélaginu vegna COVID-19 farsóttarinnar,meðal annars,vegna samkomubanns sem framlengt hefur verið til og með 3. maí nk., er frá og með 17. apríl 2020 boðið upp á rafræna skráningu á meðmælendalista vegna forsetakosninga sem fram fara þann 27. júní 2020. Frambjóðandi eða umboðsmaður hans sem óskar þess að safna meðmælendum rafrænt skal til­kynna það til Þjóðskrár Íslands sem mun, eins skjótt og auðið er frá því að beiðni berst, tryggja að skráning meðmælenda geti farið fram í meðmælendakerfi Þjóð­skrár Íslands. 

Jafnframt er unnt að safna meðmælendum með hefðbundnu sniði, þ.e. á pappír.

Dómsmálaráðuneytið hefur látið gera eyðublöð fyrir meðmælendur til undirritunar sem forsetaefni geta nýtt sér við framboðið fari söfnun meðmælenda fram með hefðbundnu sniði, þ.e. á pappír. Hefur sérstakt eyðublað verið gert fyrir hvern landsfjórðung.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta