Hoppa yfir valmynd
15. febrúar 2024 Menningar- og viðskiptaráðuneytið

Áframhaldandi stuðningur við Snorrastofu tryggður

Bergur Þorgeirsson forstöðumaður Snorrastofu, Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra og Guðveig Lind Eyglóardóttir forseti sveitarstjórnar Borgarbyggðar við undirritun viljayfirlýsingar í desember 2023. - mynd

Fyrr í þessum mánuði undirrituðu menningar- og viðskiptaráðherra og Þorgeir Ólafsson, formaður stjórnar Snorrastofu, samning um áframhaldandi stuðning ráðuneytisins við Snorrastofu í Reykholti í Borgarfirði.

Snorrastofa rekur fjölbreytta og metnaðarfulla menningarstarfsemi í Reykholti. Á vegum Snorrastofu eru stundaðar rannsóknir tengdar staðnum, bókmenntum og miðaldafræðum. Í Snorrastofu er bókhlaða, með bæði almennings- og sérfræðibókasafn, þar sem er góð aðstaða fyrir fræðastörf. Þá er í Snorrastofu sýning um Snorra Sturluson (1179-1241), ævi hans, verk og samtíma. Snorrastofa stendur að auki fyrir fjölbreyttum menningarviðburðum árið um kring. Um 20.000 gestir heimsóttu Snorrastofu árið 2023 en töluvert meiri fjöldi leggur leið sína í Reykholt að bökkum Snorralaugar.

Í desember síðastliðnum undirritaði Lilja Dögg Al­freðsdótt­ir menn­ing­ar- og viðskiptaráðherra einnig vilja­yf­ir­lýs­ingu um að kanna mögu­leik­ann á því að Snorra­stofa fái hús­næði Héraðsskól­ans í Reyk­holti til umráða fyr­ir sýn­ing­ar og gesta­mót­töku þegar Lands­bóka­safn Ísland – Há­skóla­bóka­safn hef­ur fært starf­semi sína úr hús­inu. Slíkt ráðstöfun myndi bæta aðstöðu Snorrastofu og auka nálægðina við Snorralaug.  

„Reykholt er einn merkilegasti sögustaður á landinu bæði sem kirkjustaður, lærdóms- og valdasetur. Snorrastofa í Reykholti gegnir mikilvægu hlutverki sem vettvangur rannsókna um íslenska miðaldamenningu og miðlun hennar til almennings. Starfsemi Snorrastofu er metnaðarfull og miða okkar áætlanir að því að styðja enn betur hana til framtíðar. Það er eindregin skoðun mín að við eigum að leggja enn meiri rækt við merka sögustaði eins og Reykholt með metnaðarfullri menningarstarfsemi sem almenningur nýtur góðs af sem og gestir sem sækja landið heim og vilja kynnast sögu okkar og menningu“, segir Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra.


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta