Vegna umfjöllunar um formleg skil á framboðum til kjörs forseta Íslands
Í lögum um framboð og kjör forseta Íslands segir svo í 4. grein:
Framboðum til forsetakjörs skal skila í hendur ráðuneytinu ásamt samþykki forsetaefnis, nægilegri tölu meðmælenda og vottorðum yfirkjörstjórna um, að þeir séu kosningarbærir, eigi síðar en 5 vikum fyrir kjördag, og auglýsir ráðuneytið með sama hætti og segir í 3. gr. innan viku, hverjir séu í kjöri til forsetaembættisins, en afgreiðir til hæstaréttar öll áðurnefnd skjöl.
Af þessu leiðir að:
- Framboðum skal skilað til ráðuneytisins ásamt tilskildum gögnum eigi síðar en 20. maí 2016.
- Áður en framboðum er skilað til ráðuneytisins þurfa frambjóðendur hins vegar að hafa fengið vottorð yfirkjörstjórna um að meðmælendur þeirra séu kosningabærir.
- Yfirkjörstjórnir munu auglýsa hvar og hvenær þær taka við meðmælendalistum til yfirferðar.
- Ráðuneytið mun auglýsa með formlegum hætti eftir lok framboðsfrest, eigi síðar en föstudaginn 27. maí nk., hverjir eru í kjöri til forsetaembættisins.
Þeir frambjóðendur sem leitað hafa til ráðuneytisins hafa verið upplýstir um þetta lögbundna ferli.
- Sjá auglýsingu um framboð og kjör forseta Íslands