Þriðji fundur fjármálastöðugleikaráðs á árinu 2023
Þriðji fundur fjármálastöðugleikaráðs á árinu 2023 fór fram föstudaginn 29. september.
Á fundinum var farið yfir helstu áhættuþætti í fjármála- og hagkerfinu. Meðal annars þróunina á húsnæðismarkaði og skuldastöðu heimila og fyrirtækja. Til umræðu var einnig fjármögnun íslensku bankanna erlendis og málefni ÍL-sjóðs. Seðlabankinn kynnti mat sitt á árangri af beitingu virkra þjóðhagsvarúðartækja. Farið var yfir stöðuna á undirbúningi netöryggisstefnu fyrir fjármálakerfið og vinnu við innlenda óháða smágreiðslulausn. Loks var gerð grein fyrir því að skilavaldið innan Seðlabankans hefði ekki tekið neinar ákvarðanir frá síðasta fundi ráðsins.