Drög að reglugerð um gjöld og þóknanir
Drög að reglugerð um innleiðingu á reglugerð (EB) nr. 593/2007 frá 31. maí 2007 um gjöld og þóknanir sem Flugöryggisstofnun Evrópu leggur á er nú til umsagnar hjá samgönguráðuneytinu. Hagsmunaaðilar geta sent umsagnir sínar til 3. nóvember á póstfangið [email protected].
Reglugerðin var tekin inn í EES- samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 166/2007 frá 7. desember 2007.
Með reglugerðinni eru felldar niður tvær reglugerðir (EB) annars vegar nr. 488/2005 og hins vegar 779/2006 til breytinga á reglugerð (EB) nr. 488/2005, sbr. innleiðingarrg. nr. 1044/2007.
Með reglugerð (EB) nr. 1592/2002 um stofnun Flugöryggisstofnunar Evrópu, sem þegar hefur verið innleidd hér á landi, sbr. reglugerð nr. 612/2005, er stofnuninni veitt heimild til að taka gjöld og þóknanir. Samkvæmt gjaldskránni skal umsækjandi greiða fastákveðið gjald fyrir alla þjónustu sem stofnunin veitir, að undanskildum vottunarverkefnum og afmörkuðum gögnum/skjölum sem veitt eru gjaldfrjálst. Gjöldin byggja á raunverulegum kostnaði við að veita þjónustuna, þ.m.t. kostnaði við að gera þjónustuna aðgengilega fyrir umsækjandann.
Þóknanir teljast fjárhæðir sem stofnunin innheimtir og umsækjendum ber að greiða til að fá, viðhalda eða breyta vottorðum og samþykktum sem stofnunin gefur út, viðheldur eða breytir. Fjárhæð þóknana fer eftir því hversu flókið vottunarverkefnið er og það vinnuframlag sem um er að ræða. Þóknanir reiknast samkvæmt formúlum sem gefnar eru upp í gjaldskránni.
Gjaldskráin er sett fram í evrum.
Reiknað er með því að gerðin verði ekki þýdd, en birt við fyrsta mögulega tækifæri í EES-viðbæti og innleidd með tilvísunaraðferð með íslenskri reglugerð, sbr. 2. mgr. 3. gr. l. nr. 15/2005. Reglugerðin breytir efnislega texta gildandi reglugerðar nr. 1044/2007 sama efnis.
Ráðuneytið óskar umsagnar í síðasta lagi fyrir 3. nóvember næstkomandi.
Drög að reglugerð um gjöld og þóknanir. (DOC)
Fylgiskjal reglugerðarinnar á ensku (PDF)