Föstudagspóstur 20. september 2024
Heil og sæl.
Hér kemur föstudagspóstur vikunnar.
Nýsköpun í þróunarsamvinnu, stuðningur við enduruppbyggingu Úkraínu, græn orkuskipti í þróunarríkjum og lýðræðisþróun í Austur-Evrópu voru meðal viðfangsefna á fundi þróunarsamvinnuráðherra Norðurlandanna sem fram fór í Stokkhólmi í vikunni. Benjamin Dousa, nýskipaður þróunarsamvinnuráðherra Svíþjóðar, tók þar á móti Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra og öðrum norrænum starfssystkinum sínum en fundurinn er liður í formennsku Svíþjóðar í norrænu samstarfi.
Utanríkisráðherra ræddi líka við sendinefnd frá Inuit Development Cooperation Association í vikunni. Sendiráð Íslands í Kanada skipulagði för hópsins en tilgangur ferðarinnar var að kanna mögulegt samstarf milli Íslands og heimskautasvæða Kanada, meðal annars á sviði viðskipta.
Norðurlöndin tilkynntu í dag um undirritun tillagna að frekari útfærslu varnarsamstarfs ríkjanna (Nordic Defence Concept), sem markar mikilvægan áfanga í norrænni varnarsamvinnu sem heild. Jónas G. Allansson, skrifstofustjóri varnarmálaskrifstofu ráðuneytisins, undirritaði tillögurnar fyrir Íslands hönd.
Ráðuneytið viðraði áhyggjur vegna nýsamþykktrar löggjafar í Georgíu.
Iceland is deeply concerned by Georgia’s so-called 'family values' legislative package.
— MFA Iceland 🇮🇸 (@MFAIceland) September 18, 2024
Everyone deserves basic human rights free from discrimination, yet this anti-LGBTQI+ legislation threatens those freedoms & undermines 🇬🇪 Euro-Atlantic aspirations.
We urge 🇬🇪 to reconsider.
Þá sagði ráðuneytið frá störfum Brynju Daggar Friðriksdóttur, útsends borgaralegs sérfræðings hjá fjölþjóðaliði Atlantshafsbandalagsins í Lettlandi. Brynja tók þátt í skemmtilegu verkefni á dögunum þegar hópur frá fjölþjóðaliðinu færði fjórum skólum í Latgale-héraði bækur og borðspil að gjöf.
Stefán Haukur Jóhannesson, sendiherra Íslands gagnvart Indónesíu, undirritaði á miðvikudag viljayfirlýsingu um samstarf Íslands og Indónesíu í jarðhitamálum á árlegu jarðhitaþingi (IIGCE) sem fram fór í Jakarta, höfuðborg Indónesíu. Samstarfið lýtur að endurnýjanlegri orku, með áherslu á þróun jarðhita, en umhverfis-, orku og loftslagsráðuneytið ber ábyrgð á framkvæmd samstarfsins fyrir hönd Íslands. Jarðhitaþingið var sótt af fulltrúum átta íslenskra fyrirtækja og átti sendinefndin fundi með indónesískum fyrirtækjum, en þátttaka þeirra var skipulögð í samstarfi við Íslandsstofu og sendiráð Íslands í Tókýó.
Excited to strengthen ties and work together towards a sustainable future through geothermal and other clean energy initiatives. Proud to sign an MoU between Iceland and Indonesia at #IIGCE, marking a new chapter in our renewable energy cooperation. #RenewableEnergy #Geothermal pic.twitter.com/tc3CkAw3Jm
— Stefan H Johannesson (@stefanhaukurj) September 19, 2024
Samhliða jarðhitaráðstefnunni fundaði Stefán Haukur einnig með Pahala Mansyurc, varautanríkisráðherra Indónesíu, og Bala Kumar Palaniappan, skrifstofustjóra ytri samskipta hjá ASEAN. Sendiráð Íslands í Tókýó er með fyrirsvar gagnvart ASEAN ríkjasamtökunum. Aðildarríkin er tíu lönd Suðaustur-Asíu með íbúafjölda upp á rúmlega 660 milljón manns.
Visited ASEAN Secretariat and had a constructive meeting with Director Bala Kumar Palaniappan. We discussed key developments in the Indo-Pacific region and Iceland’s continued commitment to strengthening ties with ASEAN. #ASEAN #IndoPacific pic.twitter.com/odnGlqLq97
— Stefan H Johannesson (@stefanhaukurj) September 20, 2024
Pétur Ásgeirsson, sendiherra Íslands í Kaupmannahöfn, afhenti Friðriki 10. Danakonungi trúnaðarbréf sitt í Amalíuborg í vikunni. Jóhanna Gunnarsdóttir, eiginkona Péturs, var einnig viðstödd afhendinguna og er hér á myndinni með honum og Danakonungi.
Þá bauð Pétur í síðustu viku til móttöku í tilefni af TechBBQ-ráðstefnunni sem fór fram dagana 11. og 12. september. Móttakan var haldin í samvinnu við Íslandsstofu en yfir 40 íslensk fyrirtæki og fimm sjóðir mættu í móttökuna ásamt fjölda norrænna fjárfesta og annarra aðila úr viðskiptalífinu.
Svanhildur Hólm Valsdóttir, sendiherra Íslands í Washington D.C., afhenti Joseph R. Biden Bandaríkjaforseta trúnaðarbréf sitt á miðvikudag. Afhendingin fór fram við hátíðlega athöfn á skrifstofu forsetans í Hvíta húsinu þar sem sendiherra bar forsetanum kveðju forseta Íslands og ríkisstjórnar. Í stuttu samtali ræddu þau þétt og langvarandi samstarf Íslands og Bandaríkjanna, en í ár eru 80 ár liðin frá stofnun stjórnmálasambands milli ríkjanna.
Svanhildur Holm Valsdottir presented her Letter of Credence to President Biden @POTUS @WhiteHouse this week and is now officially Iceland's Ambassador to the US 🇺🇸🇮🇸
— Iceland in US 🇮🇸 (@IcelandInUS) September 20, 2024
🔗https://t.co/P1fSDkJokM
📷Photo credit: @WhiteHouse pic.twitter.com/n3dsGTClSC
Davíð Bjarnason, forstöðumaður sendiráðs Íslands í Lilongwe, afhenti Nancy Tembo, utanríkisráðherra Malaví, trúnaðarbréf sitt í vikunni og ræddi af því tilefni gott og farsælt samstarf Íslands og Malaví.
68. ársþing Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar (IAEA General Conference) fór fram í Vín í vikunni. Sendinefnd Íslands á ársþinginu var skipuð fulltrúum frá utanríkisráðuneytinu, fastanefnd Íslands gagnvart Alþjóðakjarnorkumálastofnuninni (það er fastanefndinni í Vín) og Geislavörnum ríkisins.
For the 68th IAEA General Conference 🇮🇸 is participating with a delegation from the @MFAIceland and Icelandic Radiation Safety Authority as well as @IcelandVienna. The work of the IAEA on nuclear safety and security is more important now that ever. pic.twitter.com/pe8bwY5P0O
— Iceland in Vienna 🇮🇸 (@IcelandVienna) September 16, 2024
Harald Aspelund, sendiherra Íslands í Helsinki, og Ásthildur Jónsdóttir, eiginkona hans, tóku á móti Orkusenatinu, það er sérfræðingum úr íslenska orkugeiranum sem komnir eru á eftirlaun, á heimili sínu í vikunni.
Þá tók Harald þátt í sameiginlegum fundi í Lettlandi þar sem Barnahússverkefnið, sem fer fram á grundvelli tvíhliða samstarfs innan Uppbyggingarsjóðs EES, var meðal annars til umræðu.
Harald skipaði í vikunni Mathias Grunér kjörræðismann Íslands í Álandseyjum í móttöku í Maríuhöfn. Grunér tekur við af Nils-Erik Eklund sem starfaði í þjónustu við Íslendinga í 31 ár en hefur nú látið af störfum.
Haldið var upp á alþjóðlega jafnlaunadaginn í vikunni. Ráðuneytið vakti athygli á því á X þar sem fram kom að Ísland muni áfram taka hlutverk sitt sem leiðtogi á sviði jafnréttismála alvarlega.
On International Equal Pay Day we highlight the persistent challenge of gender pay gap in the 🌎. As a champion for gender equality and the #1 country on the Global Gender Gap Index for the past 15 years, 🇮🇸 will continue to raise awareness and push to close the gender pay gap. https://t.co/ATvFCHzcAi
— MFA Iceland 🇮🇸 (@MFAIceland) September 18, 2024
Þá nýtti sendiráðið í París, sem fer með fyrirsvar gagnvart Efnahags- og framfarastofnuninni, OECD, tækifærið og sagði betur frá vel heppnuðum jafnlaunadagsviðburði sínum sem fram fór í síðustu viku og fjallað var um í síðasta Föstudagspósti.
Sendiráðið í Varsjá vakti sömuleiðis athygli á alþjóðlega jafnlaunadeginum á Facebook-síðu sinni.
Sendiráðið í Osló tilkynnti um opnun nýs reiknings á Instagram þar sem fylgjast má með starfsemi þess.
Á döfinni er síðan Oslo Innovation Week en sex nýsköpunarfyrirtæki taka þátt frá Íslandi í ár og fyrirhugað að viðburður vegna dagskrárinnar fari fram í sendiherrabústaðnum 26. september.
Íslenskir bæjarstjórar heimsóttu Færeyjar ásamt Gísla Gíslasyni fararstjóra. Litu þeir meðal annars við hjá aðalræðisskrifstofu Íslands og heimsóttu auk þess borgarstjóra Þórshafnar.
Fulltrúar ráðuneytisins og sendiráðsins í Freetown ferðuðust til Kambia-héraðs í Síerra Leóne til að kynna sér verkefni sem snýr að sólarorku.
Today @IcelandinSalone travelled to rural Kambia District, #SierraLeone, visiting a #SolarEnergy pilot project.
— Iceland in Sierra Leone (@IcelandinSalone) September 19, 2024
Achieving #SDG7 providing affordable & clean energy is critical for development. ☀️🔋💫
Thanks @IrlEmbFreetown & @trocaire for hosting. #LNOB pic.twitter.com/sC0cB94BI9
Af vettvangi íslensku fastanefndarinnar gagnvart Atlantshafsbandalaginu í Brussel var það í fréttum að fastafulltrúi okkar, Jörundur Valtýsson, hitti og ræddi við Jens Stoltenberg, fráfarandi framkvæmdastjóra bandalagsins, og bauð Íslendingum sem starfa í tengslum við og á vettvangi bandalagsins í vöfflukaffi.
Pleased to meet with @jensstoltenberg and discuss continued support for #Ukraine 🇺🇦 and security in the wider Euro-Atlantic area, including in the High North 🌊. A successful #NATO Secretary General for 1️⃣0️⃣ years and a true friend of #Iceland 🇮🇸. Takk! pic.twitter.com/YSNcRcxwRR
— Jorundur Valtysson 🇮🇸 (@jvaltysson) September 19, 2024
Friday waffles @IcelandNATO - the Icelandic style 🌋. Wonderful to meet with some of the numerous highly qualified Icelanders who work in different #NATO divisions and structures. All working hard for our common good. pic.twitter.com/cIoy7CYXwM
— Jorundur Valtysson 🇮🇸 (@jvaltysson) September 13, 2024
Fyrsti fundur EFTA-ráðsins í kjölfar breytinga á skipan í framkvæmdastjórn EFTA fór fram í Genf í vikunni. Noregur fer með formennskuna að þessu sinni.
The first EFTA Council meeting under new EFTA management team and Norway's chairmanship was held in Geneva this week. Iceland congratulates the new management team and looks forward to a successful collaboration with the Norwegian chair! pic.twitter.com/rfpySbIZZT
— Iceland in Geneva 🇮🇸 (@IcelandinGeneva) September 19, 2024
Sendiráðið í Kampala vakti athygli á samstarfsverkefni World Food Programme sem Ísland tekur þátt í og snýr að skólamáltíðum barna.
Iceland so happy to partner with @WFP_Uganda on energising and decarbonising the school meals programme in #Karamoja. Wishing all children in Uganda 🇺🇬 a nutritious and enjoyable #BackToSchool day! @IcelandDevCoop https://t.co/1wQNMsZJyY
— Iceland in Uganda (@IcelandinUganda) September 16, 2024
Þórir Ibsen, sendiherra Íslands í Peking, hitti Long Xiaohong, skrifstofustjóra viðskiptaskrifstofu í Hubei-héraði í tengslum við China Nordic Forum í Wuhan.
Pleasure to receive Long Xiaohong, Director General of the Department of Commerce of Hubei Province to discuss the China (Hubei) Nordic Forum in Wuhan pic.twitter.com/le3pjANDL1
— Thorir Ibsen (@ThorirIbsen) September 18, 2024
Starfsfólk sendiráða Íslands og Eistlands í Kína atti þá kappi í árlegu borðtennismóti og hélt grillveislu saman.
Another successful and great fun yearly 🇮🇸🇪🇪 table tennis 🏓 competition and staff BBQ in Beijing. pic.twitter.com/BmmyAjFJaf
— Thorir Ibsen (@ThorirIbsen) September 18, 2024
Sendiráðið í Berlín fékk góða gesti í heimsókn í vikunni en það var útskriftarárgangur 1964 úr Menntaskólanum í Reykjavík. Þau fengu leiðsögn um sendiráðssvæðið og Auðunn Atlason sendiherra sagði frá helstu verkefnum yfir kaffibolla og kökusneið.
Þá er dagurinn í dag síðasti vinnudagur Erlu Helgadóttur, sendiráðsfulltrúa í sendiráðinu í Berlín, en hún er á leið heim til starfa í ráðuneytinu.
Fleira var það ekki þessa vikuna og óskum við ykkur góðrar helgar.
Upplýsingadeild.