Hoppa yfir valmynd
29. maí 2020 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Uppgjör ríkissjóðs fyrir fyrsta ársfjórðung 2020

Uppgjör ríkissjóðs fyrir fyrsta ársfjórðung ársins 2020 liggur fyrir. Uppgjörið í heild sinni er aðgengilegt á vefsíðu Fjársýslu ríkisins. Helstu niðurstöður fyrsta ársfjórðungs eru:

  • Rekstrarafkoma tímabilsins er neikvæð um 32 ma.kr. en áætlun gerði ráð fyrir 15 ma.kr. halla.
  • Tekjur tímabilsins án fjármunatekna námu 180 ma.kr. sem er 16 ma.kr. lægra en áætlun gerði ráð fyrir. Þar af eru tekjuskattar 6 ma.kr. undir áætlun, neysluskattar 3 ma.kr. undir áætlun og skattar og tryggingagjöld alls 10 ma.kr undir áætlun.
  • Aukinn gjaldfrestur á staðgreiðslu launagreiðenda veldur því að 7 ma.kr. skatttekjur sem annars hefðu verið greiddar í marsmánuði frestast til næsta árs.
  • Gjöld tímabilsins án fjármagnsgjalda eru 202 ma.kr. sem er rúmum 1 ma.kr. lægra en áætlun.
  •  Fjármagnsjöfnuður tímabilsins er neikvæður um tæpa 11 ma.kr. sem er 2 ma.kr. umfram áætlun. Fjármagnstekjur eru 23 ma.kr. sem er 21 ma.kr. umfram áætlun og fjármagnsgjöld eru 34 ma.kr. sem er 23 ma.kr. umfram áætlun, hvort tveggja vegna gengismunar.
  • Handbært fé lækkar um 19 ma.kr. Rekstrarhreyfingar eru jákvæðar um 2 ma.kr., fjárfestingarhreyfingar eru neikvæðar um 5 ma.kr og fjármögnunarhreyfingar neikvæðar um 16 ma.kr.
  • Staða langtímalána var alls 789 ma.kr. í lok mars 2020 og lækkaði um 26 ma.kr. frá árslokum 2019, þrátt fyrir óhagstæðan gengismun. Afborganir lána voru 64 ma.kr.
  •  Fjárfesting tímabilsins er rúmir 4 ma.kr. sem er um 6 ma.kr. innan heimilda. Þar af eru framkvæmdir Vegagerðarinnar 4 ma.kr innan áætlunar.
  • Kostnaður vegna COVID-19 er aðallega kominn fram hjá málaflokkunum vinnumál og atvinnuleysi 5 ma.kr.; sérhæfð sjúkrahúsþjónusta, almenn sjúkrahúsþjónusta og heilsugæsla, auk sjúkratrygginga alls 0,4 ma.kr.; og löggæsla 0,2 ma.kr. 

Áhrif heimsfaraldurs kórónuveiru skýra 12 ma.kr. frávik frá áætlun á afkomu tímabilsins. Þannig veldur gjaldfrestur skatta 7 ma.kr. frestun á tekjum sem annars hefðu fallið til og útgjöld vegna atvinnuleysis eru 5 ma.kr. umfram áætlun. Gjöld málefnasviða og málaflokka nema 231,6 ma.kr. sem er um 28,8 ma.kr. umfram áætlun, sem liggur því sem næst allt í tveimur málaflokkum, fjármagnskostnaði 23 ma.kr. og vinnumál og atvinnuleysi 5,5 ma.kr..

Sundurliðun á tekjum ríkis og gjöldum niður á málefnasvið, málaflokka og ríkisaðila kemur fram í mánaðaruppgjöri sem Fjársýsla ríkisins birtir.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta