Tvíhliða fjárfestingasamningur áritaður í Skopje
Tvíhliða fjárfestingasamningur milli Íslands og Makedóníu (FLJM) var áritaður í Skopje í gær, en fyrir Íslands hönd árituðu fulltrúar utanríkis- og atvinnuvegaráðuneyta samninginn. Tilgangur hans er að hvetja til og stuðla að aukinni fjárfestingu milli landanna.
Fljótlega verður unnið að þýðingu samningsins á íslensku og makedónsku. Því næst mun samningurinn verða undirritaður af ráðherrum landanna, og taka gildi að því loknu.