Hoppa yfir valmynd
23. ágúst 2013 Innviðaráðuneytið

Innanríkisráðherra kynnir sér samgöngu- og sveitarstjórnarmál á Suðurlandi

Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra kynnti sér í gær samgöngu- og sveitarstjórnarmál á Suðausturlandi í fylgd aðstoðarmanna, ráðuneytisstjóra og vegamálastjóra. Ráðherra ræddi meðal annars við fulltrúa sveitarstjórna á Höfn og Skaftárhreppi, ræddi við sýslumanninn á Höfn og vegamálastjóri greindi frá ýmsum umfangsmiklum framkvæmdum sem framundan eru á næstu árum samkvæmt samgönguáætlun.

Í heimsókn hjá Vegagerðinni á Höfn.
Í heimsókn hjá Vegagerðinni á Höfn.

Á fundi með fulltrúum sveitarfélagsins Hornafjarðar var meðal annars rætt um nýja veglínu við Höfn og nýja brú yfir Hornafjarðarfljót, málefni hafnarinnar og fleira. Eftir fund með sveitarstjórn var litið við í starfsstöð Vegagerðarinnar hjá Reyni Gunnarssyni og samstarfsmönnum hans.

Ráðherra átti einnig fund með sýslumanni á Höfn og á leiðinni frá Höfn að Kirkjubæjarklaustri kynnti vegamálastjóri fyrir ráðherra ýmsar fyrirhugaðar breytingar á veglínu Hringvegarins meðal annars við Skaftafell og vegna breytinga á rennsli Skeiðarár. Einnig sýndi hann hvernig mögulegt er að breyta veginum við Jökulsá á Breiðamerkursandi og framtíðarlegu Hringvegar um Síðu. Síðan var fundur með sveitarstjórnarfulltrúum Skaftárhrepps. 

Í dag á innanríkisráðherra meðal annars fundi með sveitarstjórnum í Mýrdalshreppi og Árborg og ræðir við sýslumenninna í Vík, Hvolsvelli og á Selfossi.

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta