Hoppa yfir valmynd
8. nóvember 2024 Menningar- og viðskiptaráðuneytið

Dagur íslenskrar tungu: Hátíðardagskrá í Eddu 16. nóvember

Nýtt myndmerki dags íslenskrar tungu er teiknað af Auði Ýr Elísabetardóttur listakonu.  - mynd

Dagur íslenskrar tungu verður haldinn hátíðlegur laugardaginn 16. nóvember í 29. sinn. Dagskráin er einstaklega hátíðleg í ár þar sem glæsileg handritasýning verður opnuð í Eddu á degi íslenskunnar og í kjölfarið verða verðlaun Jónasar Hallgrímssonar veitt. Fjölbreyttir viðburðir verða í boði alla vikuna líkt og sjá má á dagskrá hér að neðan. 

Markmið dags íslenskrar tungu er að minna á mikilvægi íslenskrar tungu og gleðjast og fagna sögu hennar, samtíð og framtíð. Dagurinn er haldinn hátíðlegur á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar, 16. nóvember ár hvert. Þann dag eru árlega veittar viðurkenningar og verðlaun fyrir störf í þágu íslensks máls og efnt til margvíslegra menningarviðburða.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta