Nýr formaður samgönguráðs skipaður
Ingimundur lauk viðskiptafræði frá Háskóla Íslands 1975 og stundaði framhaldsnám í hagrænni áætlanagerð og þróunarhagfræði við George Washington University í Washington D.C. 1980. Hann var forstjóri Eimskipafélagsins frá 2000 - 2003 og bæjarstjóri í Garðabæ frá 1987. Skipunartími Ingimundar er fjögur ár en skal þó takmarkaður við embættistíma þess ráðherra sem skipar. Í samgönguráði sitja auk formanns í samræmi við 3. gr laga nr. 71/2002, flugmálastjóri, siglingamálastjóri og vegamálastjóri. Með samgönguráði starfar Jóhann Guðmundsson skrifstofustjóri í samgönguráðuneytinu. Samgönguráð hefur yfirumsjón með gerð samgönguáætlunar og stendur fyrir samgönguþingi.