Heimsókn frá sendiherra Kanada
„Ísland og Kanda hafa átt farsælt samstarf á ýmsum sviðum í gegnum árin. Við finnum jafnan fyrir miklum hlýhug frá þeim, ekki síst vegna tengsla okkar gegnum sögu og menningu Vestur-Íslendinga. Við sendiherrann ræddum ýmis spennandi sóknarfæri og hugmyndir, meðal annars um menntun fólks af erlendum uppruna og tvítyngi,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra.