Ríkissjóður kaupir eigin skuldabréf að nafnvirði 876,9 milljónir Bandaríkjadala
Ríkissjóður hefur keypt til baka eigin skuldabréf að nafnvirði 876,9 milljónir Bandaríkjadala í skuldabréfaflokknum “ICELAND 5.875%“ sem eru á gjalddaga 2022, (Reg S ISIN USX34650AA31 and 144A ISIN US451029AE22; Reg S CUSIP X34650AA3 and 144A CUSIP 451029AE2) á verðinu 115,349. Þann 29.mars bauðst ríkissjóður til að kaupa alla útistandandi fjárhæð eigin skuldabréfa sem gefin voru út árið 2012 og voru á gjalddaga í maí 2022. Stóð útboðið til 4.apríl. Heildarnafnverð útgáfunnar nam 1.000 milljónum Bandaríkjadala. Uppkaupin eru liður í lausafjár- og skuldastýringu ríkissjóðs. Við aðgerðina minnkar gjaldeyrisforði Seðlabankans um samsvarandi fjárhæð, en ríkissjóður greiddi fyrir bréfin með erlendum innstæðum í SÍ.