20. fundur um stjórnarskrármál
Fundur formanna stjórnmálaflokka, sem sæti eiga á Alþingi, um stjórnarskrármál. 20. fundur haldinn miðvikudaginn 15. janúar 2020, kl. 13:00-14:30, í Ráðherrabústaðnum að Tjarnargötu.
Fundargerð
Mætt eru: Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra (VG), Bjarni Benediktsson (Sjálfstæðisflokki), Helgi Hrafn Gunnarsson (Pírötum), Logi Einarsson (Samfylkingu), Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (Miðflokki), Sigurður Ingi Jóhannsson (Framsóknarflokki) og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (Viðreisn). Inga Sæland (Flokki fólksins) hafði boðað forföll.
Þá situr fundinn Unnur Brá Konráðsdóttir, verkefnisstjóri stjórnarskrárendurskoðunar, og Oddur Þorri Viðarsson, lögfræðingur, sem ritar fundargerð. Gestir fundarins eru Guðrún Gauksdóttir, Eyvindur G. Gunnarsson, Katrín Oddsdóttir og Helgi Áss Grétarsson (2. liður).
- Fundargerð síðasta fundar
Fundargerð síðasta fundar er samþykkt með lítilsháttar breytingum. - Umhverfisákvæði og auðlindaákvæði
Gestir fundarins fara yfir sjónarmið sín varðandi frumvörpin um umhverfisákvæði og auðlindaákvæði og svara spurningum formanna. Í kjölfarið voru umræður um frumvörpin. - Ákvæði um forseta Íslands
Fyrir næsta fund verður útbúinn listi af álitaefnum sem þarf að taka afstöðu til. - Ákvæði um íslenska tungu
UBK kynnir tillögu að frumvarpi. Rætt er um merkingarmun orðanna ríkismál og þjóðtunga. - Önnur mál
Ákveðið að stefna að næsta fundi þann 6. mars nk.
Fleira ekki rætt.
Fundi slitið kl. 14:30.