Hoppa yfir valmynd
8. apríl 2018 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Heimsókn Thomas Östros

Thomas Östros, hagfræðingur og fyrrum menntamálaráðherra Svíþjóðar heimsótti mennta- og menningarmálaráðuneytið á dögunum og fundaði með Lilju Alfreðsdóttur ráðherra.

Östros var ráðherra í stjórnartíð Görans Perssons, fyrst á sviði skattamála, síðan menntamála og loks á sviði orku og nýsköpunar. Östros var menntamálaráðherra frá 1998-2004. Til umræðu á fundinum voru meðal annars þær áskoranir sem báðar þjóðir standa frammi í menntamálum, til að mynda nýliðun í kennarastéttinni. „Þetta var ánægjulegur fundur og mikilvægt að fá yfirlit yfir þær breytingar sem hafa átt sér stað á sænsku menntakerfi á umliðnum árum. Við Östros erum sammála um mikilvægi þeirrar fjárfestingar sem menntun sannarlega er og að samkeppnishæfni þjóða muni í auknum mæli ráðast af því hvernig menntakerfi standa. Brýnt er að menntakerfi bjóði upp á fjölbreytilegt nám.“

Östros gegnir nú embætti fastafulltrúa í framkvæmdastjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins fyrir hönd Norður- og Eystrasaltslandanna.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta