Hoppa yfir valmynd
3. maí 2011 Dómsmálaráðuneytið

Þrír nýir hæstaréttardómarar skipaðir frá 1. september

Forseti Íslands hefur fallist á tillögu innanríkisráðherra um að skipa þau Eirík Tómasson, Gretu Baldursdóttur og Þorgeir Örlygsson í embætti hæstaréttardómara frá og með 1. september næstkomandi.

Með lögum nr. 12/2011 um breytingu á lögum um dómstóla var meðal annars kveðið á um tímabundna fjölgun dómara við Hæstarétt Íslands um þrjá til að bregðast við auknu álagi hjá dómstólnum.

Eiríkur Tómasson og Greta Baldursdóttir tóku við skipunarbréfum á skrifstofu Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra í dag. Þorgeir Örlygsson er staddur erlendis.

Skipun hæstaréttardómara 3. maí 2011

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta