Hoppa yfir valmynd
24. maí 2017 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

35 milljónum úthlutað til atvinnumála kvenna

Styrkjum til atvinnumála kvenna var úthlutað nýlega og voru veittar samtals 35 milljónir króna í styrki til 35 verkefna. Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra afhenti styrkina við athöfn sem haldin var í Hörpu.

Styrkjum til atvinnumála kvenna hefur verið úthlutað síðan 1991 og eru ætlaðir konum sem vinna að góðum viðskiptahugmyndum og verkefnum. Skilyrði styrkveitinga eru þau að verkefnin séu í meirihlutaeigu kvenna, stjórnað af þeim og feli í sér nýnæmi eða nýsköpun. Í ár bárust 350 umsóknir um styrki og voru umsóknir metnar af þar til bærri ráðgjafarnefnd.

Hæstu styrki hlutu þær Ragnheiður Þórarinsdóttir fyrir verkefnið Samrækt sem snýst um að byggja upp samræktarkerfi fyrir fiskeldi og grænmetisræktun, Asco Harvester  fyrir verkefnið Asco Harvester sjávarsláttuvélina,  Hanna Jónsdóttir fyrir verkefnið Hjúfra – örvandi og umvefjandi ábreiða fyrir fólk með minnisglöp og alzheimer  og Verandi fyrir verkefnið  VERANDI, sem er framleiðsla á húð-og hárvörum úr endurnýttum hráefnum.

Á undanförnum árum hafa styrkveitingarnar stutt við þróun fjölmargra nýrra fyrirtækja og leitt af sér ný störf víðsvegar um landið.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta