Sjúkratryggingar Íslands hafa gert samning við Lækningu í Lágmúla um að styrkja tímabundið mönnun á Landspítala vegna Covid-19. Þetta er þriðji samningurinn sem gerður er í þessu skyni en áður hafði verið samið við Klíníkina og Orkuhúsið. Samtals fela samningarnir í sér möguleika á auknum liðsstyrk 10 svæfingarlækna, 18 hjúkrunarfræðinga á sviði almennrar hjúkrunar og skurðstofu- og gjörgæsluhjúkrunar og 2 sjúkraliða á tímabilinu 10. - 28. janúar.