Hoppa yfir valmynd
22. nóvember 2010 Heilbrigðisráðuneytið

Vímuvarnir – samtaka nú!

Nýlega var árleg vímuvarnavika haldin í sjöunda sinn. Að baki standa fjölmörg félagasamtök sem hafa það að markmiði að efla forvarnir. Minnt var á nauðsyn samstöðu ólíkra hópa um að uppræta markaðssetningu vímuefna og athygli vakin á vaxandi áróðri fyrir því að lögleiða neyslu kannabisefna. Guðbjartur Hannesson skrifaði blaðagrein í tilefni vímuvarnarvikunnar og segir þar meðal annars:

Guðbjartur Hannesson„Rannsóknir sýna að dregið hefur úr vímuefnaneyslu unglinga í efstu bekkjum grunnskóla síðastliðinn áratug og er ánægjulegt að sjá þann árangur.En þótt mikið hafi dregið úr áfengisdrykkju og tóbaksreykingum unglinga virðist neysla ólöglegra vímuefna, aðallega maríjúana, hafa aukist. Mikilvægt er að halda áfram öflugum forvörnum þegar grunnskólanum sleppir því rannsóknir sýna að áfengisneysla eykst mikið meðal ungmenna þegar þau koma í framhaldsskóla.“

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta