Nýir tímar - kynningarrit um grunnskólamál
Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur látið útbúa kynningarrit sem útskýrir helstu breytingar sem eru í gangi í grunnskólum landsins og er gert ráð fyrir að það verði sent rafrænt til foreldra og forráðamanna allra grunnskólanemenda í landinu.
Í ritinu, sem nefnist Nýir tímar – aukin áhersla á hæfni og læsi í grunnskólum, er gerð grein fyrir nýju einkunnakerfi, þjóðarsáttmála um læsi og samræmdum könnunarprófum. Þá er í ritinu útskýrt hvað átt er við með hæfni nemenda og hvernig nýtt einkunnakerfi virkar.
Þá hefur mennta- og menningarmálaráðherra ritað bréf til foreldra og forráðamanna þar sem hann meðal annars hvetur til samstöðu um þær nauðsynlegu breytingar, sem nú standa yfir á menntakerfinu.
Bréf frá mennta- og menningarmálaráðherra til nemenda, foreldra og áhugafólks um skólamál