Hoppa yfir valmynd
3. mars 2022 Atvinnuvegaráðuneytið

Flugvellirnir Egilsstöðum og Akureyri styrktir fyrir aukið millilandaflug

F.v. Arnheiður Jóhannsdóttir framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands, Lilja Dögg Alfreðsdóttir ferðamálaráðherra og Jóna Árný Þórðardóttir framkvæmdarstjóri Austurbrúar saman komnar í flugturninum á Egilsstöðum.  - myndGunnar Gunnarsson

Lilja Dögg Alfreðsdóttir ferðamálaráðherra hefur ákveðið að veita fjármuni í að efla kynningu á flugvöllunum á Akureyri og Egilsstöðum sem alþjóðaflugvöllum. Undirritaði hún samninga við Markaðsstofu Norðurlands og Austurbrú í flugturninum á Egilsstöðum af því tilefni en verkefninu er einnig ætlað að efla markaðssetningu á Norður- og Austurlandi sem vænlegum áfangastöðum fyrir beint millilandaflug.

„Við viljum stuðla að aukinni dreifingu ferðamanna um land allt og eru bein millilandaflug skilvirk tæki til þess. Norður- og Austurland hafa mikið að bjóða fyrir ferðalanga. Gæði gisti- og veitingastaða eru mikil, innviðir hafa eflst verulega og afþreying aukist til muna. Við viljum skapa hagfelld skilyrði fyrir eflingu ferðaþjónustu um allt land og á sama tíma stuðla að fleiri möguleikum í samgöngum til útlanda fyrir íbúa svæðanna. Í því felast ákveðin lífsgæði,‘‘ sagði Lilja Dögg Alfreðsdóttir ferðamálaráðherra.

Með samningunum styrkir menningar- og viðskiptaráðuneytið Markaðsstofu Norðurlands og Austurbrú um 20 m.kr hvora eða samtals 40 m.kr. Verður fjármununum meðal annars varið framleiðslu á efni fyrir áfangastaðina, þátttöku í ferðasýningum og viðburðum, samskipti við ferðastofur og ferðaheildsala og ýmsa eftirfylgni tengda markaðssetningunni á flugvöllunum.

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

17. Samvinna um markmiðin

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta