Hoppa yfir valmynd
14. janúar 2019 Heilbrigðisráðuneytið

Samráð um reglugerðarbreytingu varðandi skýrslugerð vegna sóttvarna

Samráð um reglugerðarbreytingu varðandi skýrslugerð vegna sóttvarna - myndHeilbrigðisráðuneytið

Birt hafa verið til umsagnar drög að reglugerð heilbrigðisráðherra til breytinga á reglugerð nr. 221/2012 um skýrslugerð vegna sóttvarna. Breytingin felst í uppfærslu á lista yfir skráningar- og tilkynningarskylda sjúkdóma. Umsagnarfrestur er til 28. janúar næstkomandi.

 

Breytingin er að beiðni sóttvarnalæknis og í samræmi við tillögu sóttvarnaráðs. Annars vegar er verið að bregðast við skyldum samkvæmt ákvörðun Evrópuþingsins og Evrópuráðsins um hvaða smitsjúkdóma aðildarþjóðir skuli safna upplýsingum um en einnig er tekið tillit til innlendra þarfa á skráningu smitsjúkdóma. Lagðar eru til breytingar á 4. gr. um skráningarskylda sjúkdóma og 5. gr. um tilkynningarskylda sjúkdóma, sjúkdómsvalda þeirra og atburði sem ógna heilsu manna.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta