Hoppa yfir valmynd
17. ágúst 2015 Háskóla-٫ iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

Opinn kynningarfundur um könnun á opinberum vefjum 25. ágúst

Gerð verður almenn úttekt á opinberum vefjum nú í haust en þegar er hafin skoðun á öryggismálum þeirra. Af því tilefni verður haldinn opinn kynningarfundur þar sem þeir sem framkvæma úttektirnar munu kynna hvernig staðið verður að þeim, taka þátt í umræðum og svara spurningum.

Fundurinn verður haldinn í stofum M215 og M216 í Opna háskólanum í Háskólanum í Reykjavík þann 25. ágúst kl. 15-16:30. 

Boðið verður uppá kaffi, te, vatn og meðlæti á fundinum. 

Fundarboð hefur verið sent til ábyrgðarmanna, stjórnenda, vefstjóra og tengiliða opinberra vefja. Einnig til þjónustufyrirtækja á sviði vef- og upplýsingatækni sem þjónusta opinbera vefi.

Sjá nánar um framkvæmd könnunar á opinberum vefjum, Hvað er spunnið í opinbera vefi 2015

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta