Ísland og rafræn viðskipti í Evrópu
Íslendingar hafa tekið þátt í CEN/WS/BII vinnustofu Staðlasamtaka Evrópu frá stofnun vinnustofunnar árið 2007. Starfsemin hefur skilað fjölda umgjarða um rafræn skjöl, þ.á.m. reikninga, pantanir, kreditnótur og fleiri skjöl sem komin eru í notkun hérlendis. (Sjá tengla neðst)
Skjöl þessi tengjast rafrænum innkaupum, en nú er unnið stíft að viðskiptaferlum rafrænna útboða. Vinnustofan CEN/WS/BII lýkur störfum í ár og skilar afurðum sínum 2. desember næstkomandi.
Þann 17. júní s.l. var stofnuð verkefnisnefnd (PC) innan CEN. Hlaut hún númerið 440 og nefnist því CEN/PC/440. Verkefnisnefnd gefur út staðla og hefur talsvert fastara form á vinnubrögðum en vinnustofa (WS). Aðildarlöndin eru skyldug til að taka upp staðla, sem eru gefnir út af nefndinni.
Stofnfundur verkefnisnefndarinnar var haldinn hjá Dansk Standard í Kaupmannahöfn. Þar mættu um 40 manns frá flestum þjóðlöndum Evrópu. Fulltrúi ICEPRO sótti fundinn fyrir hönd Staðlaráðs Íslands.
Á fundinum voru teknar nokkrar ákvarðanir:
- Formaður hópsins er Jostein Frömyr, frá EDISYS í Noregi.
- Ritari hópsins er Hans Henrik Köster, frá Dansk Standard.
- Viðfangsefni hópsins er rafræn innkaup og byggir á afurðum og reynslu CEN/BII.
- Rafrænn reikningur verður áfram í umsjá CEN/PC/434.
- Til hliðsjónar verða gögn PEPPOL, eSens, UN/Cefact, OASIS, o.fl.
- Unnið verður bæði að stöðlum(EN) og forstöðlum (TS).
- Ætlunin er að ljúka vinnunni á þrem árum, því þarf að forgangsraða.
- Hvert land má senda þrjá fulltrúa á vinnufundina, 1-2/ári.
Búið er að skipa sjö vinnuhópa:
- Vegvísir (RoadMap)
- Rafrænar tilkynningar (e-Notifications)
- Rafrænn vörulisti (Product & Price)
- Rafræn pöntun (e-Ordering)
- Afhending (e-Fulfillment)
- Rafræn útboð (e-Tendering)
- Orðasafn.
Reynt var að áætla vinnuframlagið miðað við reynslu CEN/BII.
Vinna ritstjóra er áætlaður 4-6 mánuðir á ári, en vinna nefndarmanns um einn mannmánuður á ári. Það væri Íslandi augljóslega í hag að eiga ritara í hópnum, eins og verið hefur í CEN/BII. Vinnan er ólaunuð, svo að fjárframlög fyrir ritarann og vinnuframlög nefndarmanna eru nauðsynleg.
Vegvísir með markmiðum og umfangi verksins verður sendur tækniráði CEN 1. september.
Næsti fundur verður í Brussel 1. desember. Kynnt verður niðurstaða tækniráðsins (CEN/BT) og framhald verksins.
Nokkrir tenglar:
Sjá 2010 útgáfu CEN/BII1: http://www.icepro.is/Pages/NewsInfo.aspx?id=111
og 2013 útgáfu CEN/BII2: http://www.ut.is/rafraen-vidskipti/fraedsla/frettir/nr/7479
CEN/BII3 vinnustofan skilar verki sínu 2. desember í ár, sjá:http://www.cenbii.eu/
Nokkrar skammstafanir:
CEN = Comité européen de normalisation (Staðlasamtök Evrópu)
BII = Business Interoperability Interfaces (sjá: http://www.cenbii.eu/)
EN = European Norm (staðall)
TS = Technical Specification (tækniforskrift)
TR = Technical Report (tækniskýrsla)
PC = Project Committee (verkefnisnefnd)
TC = Technical Committee (tækninefnd)