Hoppa yfir valmynd
19. nóvember 2015 Innviðaráðuneytið

Efni frá námskeiði um opin gögn

Hvað eru gögn?
Hvað eru gögn?

Í lok síðasta mánaðar stóð innanríkisráðuneyti fyrir námskeiði fyrir fólk í tölvudeildum og umsjónaraðila gagna hjá opinberum aðilum. Það var vel sótt, yfir 50 manns mættu. Námskeiðið var liður í aðstoð við stofnanir og sveitarfélög sem þurfa að huga að því að opna aðgengi að gögnum sínum m.a. í gáttinni opingogn.is.

Fólk leggur mismunandi skilning í hugtakið opin gögn. Í upplýsingatækniumhverfi sem leggur sífellt meiri áherslu á að gögn séu opin er mikilvægt að allir aðilar átti sig á hvað opin gögn eru, til hvers er verið að eltast við að opna gögn og hvaða afleiðingar það hefur í för með sér fyrir opinbera aðila.

Meðal þess sem farið var í á námskeiðinu var alþjóðleg skilgreining hugtaksins opin gögn, áhrif (opinna) gagna á hin ýmsu svið samfélagsins,útgáfuferli opinna gagna, notkunarskilmálar, gæðastjórnun, stefnur,skráarsnið og hvernig vefsvæðið Opingögn.is getur hjálpað opinberumaðilum á Íslandi að opna gögnin sín.

Kennari á námskeiðinu var dr. Tryggvi Björgvinsson, tölvunarfræðingur.

Efni frá námskeiðinu:

Sjá einnig um opin gögn hér undir flokknum fræðsla

.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta