Hoppa yfir valmynd
3. október 2012 Utanríkisráðuneytið

"Menn geta auðvitað grenjað í sig alla bölsýni heimsins"

Ossur-skarphedinsson-27.07.2010

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra ræddi um skuggahliðar kvótakerfisins, samninga Íslands við Evrópusambandið, hlutdeild Eyjamanna í íslensku diplómatíunni  og það að míga í saltan sjó, í hressilegu viðtali við Eyjafréttir.

Í viðtalinu, sem tekið var í kjölfar „þrumuræðu“ sem ráðherra hélt í Einarsstofu í Vestmannaeyjum fyrir skemmstu, segir utanríkisráðherra  hugsanlegt að auka varnir gegn atvinnumissi vegna kvótasölu úr strandbyggðum með því að taka upp sérstaka skírskotun til mikilvægis sjávarbyggða inn í samningsafstöðu Íslands þegar samningar hefjast um fiskveiðar í aðildarviðræðum við Evrópusambandið.

Um samningana segir ráðherra m.a. að það sem kunni að virðast óaðgengilegt fyrirfram sé „einmitt það sem við ætlum að semja út af borðinu. Eðli samninga er að freista þess að breyta hlutunum  og í okkar tilviki, til hagsbóta fyrir Ísland. Það getur tekið tíma, og skrensi einhvers staðar, þá verður það líklega í sjó,“ segir utanríkisráðherra.

Viðtal Eyjafrétta við utanríkisráðherra

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta