Hoppa yfir valmynd
4. október 2012 Utanríkisráðuneytið

Fundað með aðalsamningamanni Svartfjallalands gagnvart ESB

Pejovic-og-OS-4okt12

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra átti í morgun fund með Aleksandar Andrija Pejovic, aðalsamningamanni Svartfjallalands gagnvart Evrópusambandinu. Pejovic er hér á landi til að kynna sér starf samninganefndar Íslands í aðildarsamningunum við ESB. Ráðherraráð ESB samþykkti í júní sl. að mæla með því að samningar við Svartfjallaland hefjist og er rýniferli hafið. 

Þá fundaði Pejovic einnig með Stefáni Hauki Jóhannessyni, aðalsamningamanni Íslands, en þeir ræddu reynslu Íslendinga af undirbúningi viðræðnanna og svo samningaferlinu sem nú stendur yfir.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta