Hoppa yfir valmynd
6. júlí 2021 Utanríkisráðuneytið

Menningarborgin Beirút lifnar við að nýju

Frá hátíðinni um helgina. Ljósmynd: UNESCO - mynd

Um nýliðna helgi fór fram TERDAD listahátíðin í Beirút en hátíðin var sérstaklega styrkt með framlagi frá Íslandi í þeim tilgangi að endurlífga menningarlíf borgarinnar eftir sprenginguna miklu í ágústmánuði á síðasta ári. Listahátíðin um helgina er hluti af átaksverkefni sem UNESCO hleypti af stokkunum eftir sprenginguna og kallast LeBeirut Initiative. Hátíðin stóð yfir í þrjá daga og þótti takast með afbrigðum vel.

Alls tóku um 200 listamenn þátt í hátíðinni, fjöldi sýninga var í borginni og listviðburðir af ýmsu tagi, meðal annars dans, leiklist, kvikmyndalist, tónlist og teiknimyndasögur – allt til marks um endurreisn skapandi starfsemi í borginni. Framlag Íslands, fimmtán milljónir króna, var einmitt nýtt í því skyni að styðja við bakið á listamönnunum sjálfum og menningarsamtökum á sviði leiklistar, sviðslista, tónlistar og kvikmynda.

„Á meðal þeirra svæða sem urðu eyðileggingu að bráð voru samfélög og miðstöðvar hins skapandi hagkerfis borgarinnar, Menningarlíf og sköpun eru þungamiðja í því að endurreisa þolgóð samfélög. Þetta fjárframlag greiðir götuna fyrir því markmiði,“ sagði Ernesto Ottone aðstoðarforstjóri UNESCO í frétt á vef stofnunarinnar síðastliðinn vetur þegar tilkynnt var um framlag Íslands til átaksins.

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

17. Samvinna um markmiðin

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta