Fræðsla um barnavernd fyrir starfsfólk og sjálfboðaliða í íþrótta- og æskulýðsstarfi
Námskeiðið er skipulagt af Æskulýðsvettvanginum; samstarfsvettvangi Ungmennafélags Íslands, Bandalags íslenskra skáta, KFUM og KFUK á Íslandi og Slysavarnarfélagsins Landsbjargar. Æskulýðsvettvangurinn vinnur að sameiginlegum hagsmunamálum sem tengjast börnum og ungmennum og stuðlar að samræðu og samstarfi aðildarfélaganna, m.a. á sviði leiðtogaþjálfunar, og fræðslu- og forvarnarmála. Æskulýðsvettvangurinn hefur einnig tekið saman viðbragðsáætlun fyrir stjórnendur, yfirmenn, sjálfboðaliða og aðra ábyrgðaraðila sem starfa með börnum og ungmennum sem tekur til áfalla og atvika sem upp geta komið í æskulýðsstarfi.
Verkefnið er styrkt af Æskulýðssjóði, Lýðheilsusjóði og félags- og barnamálaráðuneyti. Nánar um má fræðast um námskeiðin hér.