Hoppa yfir valmynd
30. september 2019 Menningar- og viðskiptaráðuneytið

Fræðsla um barnavernd fyrir starfsfólk og sjálfboðaliða í íþrótta- og æskulýðsstarfi

Markmið nýs námskeiðs fyrir starfsfólk og sjálfboðaliða í íþrótta- og æskulýðsstarfi er að auka öryggi iðkenda með því að bæta fræðslu um einelti, ofbeldi og áreitni sem börn og ungmenni geta orðið fyrir, afleiðingar þess og rétt viðbrögð.

Námskeiðið er skipulagt af Æskulýðsvettvanginum; samstarfsvettvangi Ungmennafélags Íslands, Bandalags íslenskra skáta, KFUM og KFUK á Íslandi og Slysavarnarfélagsins Landsbjargar. Æskulýðsvettvangurinn vinnur að sameiginlegum hagsmunamálum sem tengjast börnum og ungmennum og stuðlar að samræðu og samstarfi aðildarfélaganna, m.a. á sviði leiðtogaþjálfunar, og fræðslu- og forvarnarmála. Æskulýðsvettvangurinn hefur einnig tekið saman viðbragðsáætlun fyrir stjórnendur, yfirmenn, sjálfboðaliða og aðra ábyrgðaraðila sem starfa með börnum og ungmennum sem tekur til áfalla og atvika sem upp geta komið í æskulýðsstarfi.

Verkefnið er styrkt af Æskulýðssjóði, Lýðheilsusjóði og félags- og barnamálaráðuneyti. Nánar um má fræðast um námskeiðin hér.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta