Hoppa yfir valmynd
26. mars 2018 Forsætisráðuneytið

Fundur forsætisráðherra með aðalframkvæmdastjóra UNESCO

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, ásamt Audrey Azoulay, aðalframkvæmdastjóra UNESCO - mynd
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, átti í dag fund með Audrey Azoulay, aðalframkvæmdastjóra UNESCO, í höfuðstöðvum stofnunarinnar í París.

Á fundinum greindi forsætisráðherra frá ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að Ísland bjóði sig fram f.h. Norðurlanda til setu í framkvæmdastjórn UNESCO þegar kjörtímabili Finnlands lýkur árið 2021.

Þá ræddu þær mögulega samstarfsfleti og áherslur Azoulay í starfi stofnunarinnar en hún tók við kjöri í nóvember sl. og fundur þeirra var hinn fyrsti frá því hvor um sig tók við núverandi embætti.

  • Forsætisráðherra og aðalframkvæmdastjóri UNESCO ræða saman - mynd

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta