Fundur forsætisráðherra með aðalframkvæmdastjóra UNESCO
Á fundinum greindi forsætisráðherra frá ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að Ísland bjóði sig fram f.h. Norðurlanda til setu í framkvæmdastjórn UNESCO þegar kjörtímabili Finnlands lýkur árið 2021.
Þá ræddu þær mögulega samstarfsfleti og áherslur Azoulay í starfi stofnunarinnar en hún tók við kjöri í nóvember sl. og fundur þeirra var hinn fyrsti frá því hvor um sig tók við núverandi embætti.