Hoppa yfir valmynd
28. september 2022 Utanríkisráðuneytið

Miklar umbætur í vatnsmálum í Buikwe

Ung stúlka sækir vatn í Buikwe. Ljósmynd: gunnisal - mynd

Rúmlega 65 þúsund íbúar 38 fiskiþorpa í Buikwe héraði hafa á síðustu árum fengið aðgang að hreinu vatni fyrir tilstuðlan íslenskrar þróunarsamvinnu í samstarfi við héraðsyfirvöld. Áformað er að setja upp 120 vatnspósta til viðbótar fyrir 55 þúsund íbúa og þá kemur verkefnið til með að nýtast 120 þúsund íbúum í 78 þorpum.

Fyrr í mánuðinum kom út myndband frá danska fyrirtækinu Grundfos um vatnsverkefnin í Buikwe en í þeim eru nýttir vatnssjálfsalar frá danska fyrirtækinu, AQtaps, þar sem neytendur greiða rafrænt smáupphæð fyrir vatnið.

Verkefnið ber heitið Buikwe District Fishing Community Development Programme – Water Project og beinist að því að byggja ný vatnskerfi í strandbyggðum í Buikwe til að tryggja aðgang að hreinu vatni.

Arthur Kayaga, vatnsfulltrúi héraðsins, segir frá verkefninu í myndbandinu en nýju vatnspóstarnir fela í sér talsvert þróaðra fyrirkomulag heldur en brunndælurnar sem voru notaðar áður. Kayaga leggur áherslu á að þetta hafi auðveldað fólki að ná í heilnæmt vatn, á hvaða tíma sólarhrings sem er.

Áður en ráðist var í þessar framkvæmdir sótti fólk vatn úr Viktoríuvatni þar sem gæði vatnsins eru ótrygg. Því fylgdu ýmsar áskoranir eins og hætta á vatnstengdum sjúkdómum. Jafnframt styttist vegalengdin til að sækja vatnið sem ekki síst kemur sér vel fyrir konur og stúlkur sem oftast sjá um að sækja vatn. Öryggi þeirra eykst því með nýja kerfinu.

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

6. Hreint vatn og hreint
3. Heilsa og vellíðan

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta