Hoppa yfir valmynd
19. október 2018 Innviðaráðuneytið

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra fjallaði um samgöngur á norðurslóðum

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, flytur ávarp í málstofu á Hringborði norðurslóða (Arctic Circle) - myndArctic Circle

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra flutti ávarp í málstofu á Hringborði norðurslóða (Arctic Circle) í Hörpu í dag. Þar ræddi ráðherra um sérstöðu og hlutverk Íslands við að móta framtíðarstefnu um samgöngur á norðurslóðum á tímum þegar siglingaleiðir um norðurhöf opnast og umferð um hafið eykst. Hann fjallaði um margvíslegar áskoranir og tækifæri sem fælust í auknum samgöngum á þessum slóðum, nýtingu auðlinda og stóraukinni ferðaþjónustu á norðurslóðum. Hann sagði ennfremur að nýjar siglingaleiðir um norðurslóðir væru komnar til að vera og yrðu ekki aðeins varakostur annarra meginsiglingaleiða. Í þessum efnum væru mikil tækifæri til framtíðarfyrir Ísland sem strandríki á norðurslóðum til framtíðar.

Ráðherra tilgreindi í ávarpi sínu þrjú mikilvæg sjónarmið í umræðu um samgöngur á norðurslóðum. Í fyrsta lagi verði að samtímis að tryggja vernd náttúrunnar og að koma í veg slys á fólki og farartækjum með löggjöf, alþjóðlegri samræmingu öryggisreglna og markvissum  slysavörnum. Að mati ríkisstjórnarinnar væri það sérstaklega mikilvægt að festa í sessi strangar reglur um öryggi sjófarenda. Í annan stað sagði ráðherra þýðingarmikið að tryggja öflugt samstarf þjóða um björgunarstarf, skipulag þess, björgunartæki og þjálfun. Loks sagði ráðherra mikilvægt að horfast í augu við að sökum mikilla fjarlægða og erfiðra aðstæðna yrðu sumar björgunaraðgerðir ógerlegar.

Að ávarpi loknu tók hann þátt í pallborðsumræðum með Brage Baklien aðstoðarráðherra samgöngu- og fjarskiptamála Noregs og Scott Minerd, framkvæmdastjóra fjárfestinga hjá Guggenheim Partners í Bandaríkjunum. Umræðum stýrði Gylfi Sigfússon forstjóri Eimskipa.

Lesa ræðu Sigurðar Inga Jóhannssonar samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra (á ensku)

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta