Styrkir til háskólanáms og rannsóknarstarfa í Þýskalandi
Stjórnvöld í Þýskalandi bjóða fram styrki handa Íslendingum til að stunda háskólanám og rannsóknastörf í Þýskalandi skólaárið 2012-2013. Frestur til að skila inn umsóknum framlengist hér með til 10. nóvember 2011.
Stjórnvöld í Þýskalandi bjóða fram styrki handa Íslendingum til að stunda háskólanám og rannsóknastörf í Þýskalandi skólaárið 2012-2013. Auk styrkja til háskólanáms og rannsóknastarfa eru veittir styrkir til tungumálanáms, kynnisheimsókna, starfsþjálfunar á ákveðnum sviðum svo og eru veittir sérstakir styrkir til listamanna. Einnig eru í boði styrkir fyrir fyrrverandi DAAD-styrkþega.
Nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð er að finna á eftirfarandi vefslóðum:
- www.daad.de/stipendien/en/index.en.html
- www.daad.de/deutschland/foerderung/stipendiendatenbank/00462.en.html
- Frekari upplýsingar veitir einnig Jessica Guse, lektor í þýsku við Háskóla Íslands ([email protected]).
- Frestur til að skila inn umsóknum framlengist hér með til 10. nóvember 2011.
- Umsóknum skal skilað til mennta- og menningarmálaráðuneytisins.