Hoppa yfir valmynd
27. janúar 2021 Menningar- og viðskiptaráðuneytið

Breyting á greiðslufyrirkomulagi styrkja úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða vegna áhrifa COVID-19

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, hefur ákveðið að veita tímabundna breytingu á greiðslufyrirkomulagi styrkja úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða.

Breytingin sem gildir um úthlutanir sjóðsins árin 2020 og 2021 hefur það í för með sér að hægt er að greiða út styrki með fimm jöfnum greiðslum eftir framgangi verkefna gegn framlagningu framvinduskýrslu og reikninga. Með þessu er brugðist við lausafjárvanda styrkþega í kjölfar heimsfaraldurs kórónaveiru og komið í veg fyrir að framkvæmdir stöðvist vegna skorts á fjármagni.

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

17. Samvinna um markmiðin

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta